Sunndudaginn 29. október kl.11.00 byrjum við með guðsþjónustu kl. 11 og síðar um daginn verður samvera eldri borgara og æskulýðsins.

Sunndudaginn 29.október byrjum við daginn á guðsþjónustu kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Organisti og kórstjóri er Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðaðarsöng. Birna Rúnarsdóttir, söngnemi. syngur einsöng.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson. Biblíusaga, leikir og skemmtileg dagskrá. Afælisbörn mánaðarins fá bókargjöf frá kirkjunni.

Boðið er upp á súpu og brauð eftir messu.

Kynslóðir mætast í Fella- og Hólakirkju.

Kl 17.00 verður samvera eldri borgara og unga fólksins. Samveran hefst á helgistund í kirkjunni. Eftir það tekur Óli Geir, danskennari við og leiðir hópinn í dansi og marseringum. Páll Elíasson leikur svo fyrir okkur á harmonikku. Fermingabörn eru hvött til að taka foreldra sína og afa og ömmu með sér.

Boðið er upp á kaffi og kleinur eftir stundina.