Sunnudaginn 12. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00. Barna- og unglingakór Fella- og Hóla syngja fyrir okkur og með okkur undir stjórn Lenku Mátéovu og Þórdísar Þórhallsdóttur. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Sigga og skessan í fjallinu.

Sunnudaginn 12. nóvember verður fjölskylduguðsþjónusta kl.11.00. Barna- og unglingakór Fella- og Hóla syngja fyrir okkur og með okkur undir stjórn Lenku Mátéovu og Þórdísar Þórhallsdóttur.

Stoppleikhópurinn sýnir leikritið Sigga og skessan í fjallinu. Hver man ekki eftir sögunum um Siggu og skessuna í fjallinu? Leikritið byggir á fyrstu bókinni þars sem Sigga og skessan kynnast og verða vinkonur. Afmælisveisla Siggu kemur við sögu en hún býður síðan skessunni í veisluna við mikinn fögnuð afmælisgesta. Hægt er að lesa nánar um sýninguna hér.

Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson.