Sunnudaginn 26. nóvember verður messa kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Lenka Mátéová.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma

Eftir messu, kl. 12.00 verður alþjóðlegt hádegisverðarhlaðborð og Vivaldi tónleikar kórs Fella- og Hólakirkju kl. 17.00

Sunnudaginn 26. nóvember verður messa kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Lenka Mátéová.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson. Biblíusaga, brúðuleikrit, söngur og afmælisbörn mánaðarins fá afmælisgjöf frá kirkjunni.

Eftir messu, kl. 12.00 verður alþjóðlegt hádegisverðarhlaðborð í safnaðarheimili kirkjunnar (culture crossed lunch). Þátttakendur taka með sér disk á hlaðborð með sínum þjóðarrétti og við fáum þá tækifæri til að smakka á ýmsum réttum, kirkjan ætlar að bjóða upp á íslenska kjötsúpu. Boðið verður upp á skemmtiatriði.

Klukkan 17.00 verða árlegir tónleikar kórs Fella- og Hólakirkju. Kór Fella- og Hólakirkju ásamt kammersveit flytja tvö kórverk eftir Antonio Vivaldi; Magnificat RV 610 og Gloria í D dúr RV 589.

Flytjendur:

Vera Manasek;sópran. Guðrún Finnbjarnadóttir; alt. Sólveig Samúelsdóttir; mezzósópran. Stefáns Ólafsson; tenór. Kór Fella- og Hólakirkju. Kammersveit.

Stjórnandi Lenka Mátéová.

Miðaverð er 1000kr og eru miðar seldir við innganginn (ath! það er ekki hægt að greiða með greiðslukortum).