Sunnudaginn 3. desember kl. 20.00 verður aðventukvöld hér í kirkjunni. Dagskráin er fjölbreytt og hátíðleg. Hólmfríður Guðjónsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla flytur hugleiðingu.

Sunnudaginn 3. desember kl. 20.00 verður aðventukvöld hér í kirkjunni. Dagskráin er fjölbreytto g hátíðleg. Hólmfríður Guðjónsdóttir, skólastjóri Hólabrekkuskóla, flytur hugleiðingu. Barna- og unglingakór Fella- og Hóla ásamt hljóðfæraleikurum flytja helgileikinn “Lítill jötuleikur”. Stjórnendur er Lenka Mátéová og Þórdís Þórhallsdóttir. Börn úr æskulýðsfélagi kirkjunnar kynna desembersöfnun Hjálparstarfsins. Kór Fella- og Hólakirkju syngur.

Verið öll velkomin.