Við byrjum sunnudaginn á messu kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng.

Einnig verður djassmessa um kvöldið, kl 20.00

Hljómsveit Björns Thoroddsen spilar eigin útsetningar á sálmum Marteins Lúthers. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun ræða um skilning Lúthers á hlutverki tónlistar

Við byrjum sunnudaginn á messu kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Kórstjóri og organisti er Lenka Mátéová, kantor. Félagar úr íþróttafélaginu Leikni tendra 2.kertið á aðventukransinum og lesa ritningalestra dagsins.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Við heyrum biblíusögu tengda aðventunni, förum í leik, syngjum og brúðurnar kíkja í heimsókn. Umsjón hafa Sigríður Rún og Ingvi Örn.

Einnig verður djassmessa um kvöldið, kl 20.00

Hljómsveit Björns Thoroddsen spilar eigin útsetningar á sálmum Marteins Lúthers. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mun ræða um skilning Lúthers á hlutverki tónlistar.

Boðið er upp á heitt súkkulaði með rjóma og piparkökur eftir stundina.

Hér er á ferðinni spennandi tilboð þar sem tveir snillingar á sínu sviði leiða saman hesta sína. Ekki láta þetta framhjá ykkur fara.