Sunnudaginn 7.janúar, sem er fyrsti sunnudagur eftir þrettánda, mun Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður, verða gestur okkar í messunni kl. 11.00. Þorvaldur mun spila og leiða þá söngva sem fluttir verða í messunni. Honum til fulltingis verða félagar úr kór kirkjunnar. Sóknarprestur Fellasóknar, sr. Svavar Stefánsson, þjónar fyrir altari

Sunnudaginn 7.janúar, sem er fyrsti sunnudagur eftir þrettánda, mun Þorvaldur Halldórsson, tónlistarmaður, verða gestur okkar í messunni kl. 11.00. Þorvaldur mun spila og leiða þá söngva sem fluttir verða í messunni. Honum til fulltingis verða félagar úr kór kirkjunnar. Sóknarprestur Fellasóknar, sr. Svavar Stefánsson, þjónar fyrir altari og verður hann með stutt innlegg út frá guðspjalli sunnudagsins sem fjallar um Jesú og börnin, Markúsarguðspjall, kafli 10, vers 13-16. Í framhaldi af því munu þeir sr. Svavar og Þorvaldur spjalla sama um efni dagsins og einnig verða kirkjugestir hvattir til að koma fram með athugasemdir og eigið innlegg um þetta íhugunarefni sunnudagsins, Jesú og börnin. Þannig geta þau sem vilja lagt sinn skerf til hins talaða orðs í messunni.

Þetta form gefur okkur tækifæri til að bregða út af vananum og hafa tilbeiðsluna og boðunina með öðru yfirbragði en í hinni hefðbundnu messu. Auk þess gefur það meira svigrúm fyrir almenna þátttöku og virkni hins almenna kirkjugests. Þetta efni, Jesús og börnin, er líka sístætt umfjöllunnar efni og snertir okkur öll með einum eða öðrum hætti.

Verið hjartanlega velkomin í Fella – og Hólakirkju á sunnudaginn kl. 11.00 og takið þátt í messunni. Á eftir verður kaffi á könnunni eins og venjulega og djús fyrir þau sem kjósa.