Sunnudaginn 21. janúar, sem er 3.sunnudagur eftir þrettánda, verður messa með altarisgöngu kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur Hólabrekkusóknar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng

Sunnudaginn 21. janúar, sem er 3.sunnudagur eftir þrettánda, verður messa með altarisgöngu kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson, sóknarprestur Hólabrekkusóknar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Lenku Mátéovu, kantors kirkjunnar.

Sunnudagaskólinn ætlar á Barnastarfshátíð í Digraneskirkju í Kópavogi. Hátíðin er sameiginlega öllum kirkjunum í Reykjavíkur prófastsdæmi Eystra. Búist er við miklum fjölda og því viljum við leggja tímanlega af stað og verður farið með rútu héðan frá Fella- og Hólakirkju kl. 10.30. Ronja Ræningjadóttir kemur í heimsókn, það verður mikið sungið og við heyrum biblíusögu. Skemmtileg hátíð sem sameinar allt það besta úr barnastarfi kirkjunnar. Rútan skilar okkur svo aftur heim í kirkju eftir stundina.

Verið velkomin