Sunnudaginn 4. febrúar, sem er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, verður messa með altarisgöngu kl. 11.00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari.

Sunnudaginn 4. febrúar, sem er fyrsti sunnudagur í níuviknaföstu, verður messa með altarisgöngu kl. 11.00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, héraðsprestur þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Kórstjóri og organisti er Lenka Mátéová.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson. Biblíusaga, brúðuleikrit, leikur og mikill söngur. Öll börn fá límmiða í brosbókina sína fyrir mætingu.

Boðið er upp á kaffi og djús eftir stundina.