Sunnudaginn 4.mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar, þann dag verður fjölskyldumessa kl 11.00 og Léttmessa um kvöldið kl. 20.00.

Æskulýðsdagurinn er tileinkaður börnum og ungu fólki í kirkjunni. Því leggjum áherslu á þeirra framlag til helgihaldsins þennan dag.

Sunnudaginn 4.mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar, þann dag verður fjölskyldumessa kl 11.00 og Léttmessa um kvöldið kl. 20.00.

Æskulýðsdagurinn er tileinkaður börnum og ungu fólki í kirkjunni. Því leggjum áherslu á þeirra framlag til helgihaldsins þennan dag.

Við byrjum daginn með fjölskyldumessu kl. 11.00. Sóknarprestar beggja sókna þjóna. Barna- og unglingakór Fella-og Hóla syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Lenku Mátéovu og Þórdísar Þórhallsdóttur. Börn úr barnastarfi kirkjunnar verða með atriði. Umsjón hefur Sigríður Rún Tryggvadóttir, æskulýðsfulltrúi og starfsfólk barnastarfsins. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá við hæfi allrar fjölskyldunnar.

Eftir messuna verður boðið upp á hressingu í safnaðarheimili kirkjunnar.

Léttmessa kl. 20.00.

Um kvöldið verður svo léttmessa kl. 20.00. Prestar beggja sókna þjóna. Í ár er þema æskulýðsdagsins tengt kærleiksþjónustu kirkjunnar og er yfirskrift dagsins “Réttu mér hönd”. Messan verður að mestu leiti í höndum ungmenna úr Fella- og Hólabrekkusóknum, þau flytja helgileik, ritningalestra og leiða bænir. Þau hafa lagt mikið í æfingar og skemmt sér vel í leiðinni. Því langar okkur að bjóða ykkur að koma og njóta góðrar stundar með okkur.

Eftir messu verður boðið upp á súkkulaðiköku og ískalda mjólk í safnaðarheimilinu.