Sunnudaginn 11. mars, sem er 3. sunnudagur í páskaföstu, verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella-og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng.

Sunnudaginn 11. mars, sem er 3. sunnudagur í páskaföstu, verður guðsþjónusta með altarisgöngu kl. 11.00. Prestur er sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Kór Fella-og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri er Lenka Mátéová. Guðspjallstexti dagsins er úr 8.kafla Jóhannesarguðspjalls, vers 42-51.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Biblíusaga, söngur og kirkjubrúðurnar kíkja í heimsókn. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson.

Boðið er upp á kaffi og djús eftir stundina.

Verið öll hjartanlega velkomin.