Sunnudaginn 18. mars verður guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Sr. Toshiki Toma, prestur nýbúa, mun prédika.

Sunnudaginn 18. mars verður guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Sr. Toshiki Toma, prestur nýbúa, mun prédika. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Lenka Mátéová, kantor.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson. Biblíusaga, leikir og mikill söngur.

Eftir guðsþjónustu verður alþjóðlegur hádegisverður í safnaðarheimili kirkjunnar á vegum verkefnisins Litróf – kirkja fyrir alla. Öllum er velkomið að setja rétt frá sínu heimalandi á sameiginlegt hlaðborð og úr verður heilmikil veisla. Kirkjan leggur til heimagerða íslenska kjötsúpu.

Við fáum kynningu á atvinnustarfsemi innflytjanda frá Mexíkó.

Við hvetjum ykkur til að mæta og taka með ykkur gesti til að eiga saman skemmtilega samveru í kirkjunni