Guðsþjónusta kl. 14.00 á föstudaginn langa og hátíðarguðsþjónusta kl. 08.00 á páskadagsmorgun.

Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta kl. 14.00. Lesin verður píslarsagan úr guðspjöllunum og mun sóknarnefndarfólk lesa ásamt sr. Svavari Stefánssyni sem þjónar fyrir altari. Á milli lestra verður flutt vönduð tónlist sem tengist efni dagsins. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Lenku Mátéóvu sem leikur á orgel. Einsöngvari er Sólveig Samúelsdóttir og Peter Tompkins.

Á páskadagsmorgunn verður hátíðarmessa kl. 8. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson prédikar. Sr.Svavar Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni, þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Lenku Mátéóvu, kantors kirkjunnar.

Barnastund á sama tíma. Umsjón hefur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Börnin heyra upprisufrásöguna og fá svo að leita að páskeggjum.

Eftir messu bjóða sóknarnefndir kirkjugestum upp á heitt súkkulaði og rúnstykki í safnaðarheimili kirkjunnar.

Verið öll velkomin