Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Möguleikhúsið sýnir leikritið ,, Höll ævintýranna”.

Verið innilega velkomin.

Skemmtun Vinabandsins kl. 16. Sjá nánar í áfram

Skemmtun og fjör

í Fella-og Hólakirkju

Sunnudaginn 18.nóvember kl.16-18 verður skemmtun í safnaðarheimili Fella-og Hólakirkju.

Gunnar Hauksson, formaður Fellasóknar leiðir skemmtunina, Vinabandið spilar, danshópur Gerðubergs sýnir dansa og síðast en ekki síst fá allir að taka dansspor sem vilja. Kaffi og meðlæti.

Aðgangseyrir er 1000 krónur og ágóðinn rennur til að kaupa nýjan magnara fyrir Vinabandið sem hefur skemmt mörgu fólki í gegnum tíðina.

Tökum þátt í þessari skemmtun, gleðjum þau sem hafa glatt okkur með tónlist sinni í langan tíma og eigum saman ánægjulega stund.

Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju.