Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti og söngstjóri Guðný Einarsdóttir. Einleikari á trompet Sóley Björk Einarsdóttir. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng.

Skemmtilegur sunnudagaskóli kl. 11. Söngur, saga og fræðsla.

Í ár ætlum við að gera sunnudagaskólann svolítið skemmtilegri því við viljum fá fleiri krakka!!! Krakkarnir í sunnudagaskólanum á sunnudaginn munu vera með í guðsþjónustunni í upphafi og í lokin. Við spjöllum saman um guðspjall dagsins, um Jesú og verkamennina í víngarðinum, börnin fá mynd að lita og þraut að glíma við. Það leysa þau með leiðbeinendum sínum í safnaðarheimilinu, syngja og hlusta á sögu. Í lokin koma þau aftur inn í kirkju og sýna okkur verkin sín. Allir velkomnir, börnin, mamma og pabbi, afar og ömmur, systknin og allir bara sem við getum náð í. Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn kl.11!