Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar leiðir söng undur stjórn Guðnýjar Einarsdóttur, kantors.

Sunnudagaskóli á sama tíma

Sjá nánar í Áfram

Nú er föstutími kirkjunnar. texti sunnudagsins er um kanversku konuna. Í dag kom lítil telpa inn í kirkju og bað mig að leyfa sér að syngja í hátalarkerfið í kirkjunni. Mikið söng hún fallega og lagið svo fallegt. Aðspurð af hverju hún kæmi sagði hún með svo fallegt blik í augum. “Af því mig langaði að biðja – biðja til Guðs”. “Fínt”, sagði ég. Þegar hún hafði sungið spurði ég hana: “Heyrðu, viltu koma á sunnudaginn og syngja þetta lag fyrir fólkið sem kemur í kirkju”? “Já”, sagði hún. Skyldi hún koma? Sjáum til. Verið velkomin.