Í ár eru 20 ár liðin frá því að Fella- og Hólakirkja var vígð. Af því tilefni verður hátíðarmessa sunnudaginn 16.mars, pálmasunnudag kl.14:00. Biskup Íslands herra Karl Sigurbjörnsson predikar. Prestar og djákni kirkjunnar þjóna fyrir altari ásamt biskupi. Kvenfélagið Fjallkonurnar afhenda kirkjunni djáknastólu sem unnin er af listakonunni Sigríði Jóhannsdóttur. Kór kirkjunnar mun meðal annars flytja verk eftir R.Vaughan Williams undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantors kirkjunnar og Lenka Mateova leikur undir á orgel.

Boðið verður upp á veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar að lokinni guðsþjónustu.

Sóknarbörn og aðrir velunnarar kirkjunnar eru boðnir sérstaklega til kirkju þennan dag!

Sjáið myndir af afmælishátíðinni á heimasíðu prófastsdæmisins hér