Sunnudaginn 13. apríl verða tvær guðsþjónustur í kirkjunni. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 og almenn guðsþjónusta kl. 14 en þar munu taka þátt félagar í Dýrfirðingafélaginu. Sjáið nánar með því að smella á Áfram.

Í fjölskylduguðsþjónustunni kl. 11 verða börn sem verða 5 ára á þessu ári sérstaklega boðuð og þeim gefin bók í afmælisgjöf. Einnig verður kynnt ungbarnasöngnámskeið sem nýlokið er í kirkjunni og tókst afar vel. Umsjón með því höfðu Guðný Einarsdóttir, organisti og Diljá Sigursveinsdóttir, tónlistarkennari. Prestar kirkjunnar þjóna báðir í guðsþjónustunni og víst er að ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt verður í boði!

Guðsþjónustan kl. 14 verður í umsjá sr. Guðmundar Karls Ágústssonar. Guðný Einarsdóttir spilar á orgelið og stjórnar söng félaga úr kirkjukórnum. Á eftir verður kaffisala Dýrfirðingafélagsins en Dýrfirðingar ætla að fjölmenna í kirkju.