Sunnudaginn 27. apríl kl. 11 er fjölskyldumessa og Litrófshátíð í kirkjunni. Sjáið nánar með því að smella á Áfram

Litrófs-hátíð kl.11. Haustið 2007 hófst barnastarf í Fella-og Hólakirkju sem hefur verið nefnt listasmiðjan Litróf. Um er að ræða starf fyrir börn á aldrinum 9-13 ára. Áhersla er lögð á hinar ýmsu listgreinar svo sem á leikræna tjáningu, tónlist og dans. 25 telpur hafa tekið þátt í starfinu sem er öflugt, skapandi og skemmtilegt.

Telpurnar í listasmiðjunni Litróf munu koma fram og sýna afrakstur af starfi vetrarins. Hátíðin höfðar til allra, jafnt ungra sem aldinna. Á efnisskránni verður fjölbreytt tónlist, leikþáttur og dans. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á pylsur og pylsubrauð í safnaðarheimili kirkjunnar.