Í tilefni af afmælisári kirkjunnar verða haldnir glæsilegir vortónleikar í kirkjunni n.k. laugardag, 26. apríl og hefjast þeir kl. 17. Jónas Ingimundarson, píanóleikari, leikur þekkt lög á píanó m.a. eftir Chopin og Beethoven. Kór kirkjunnar mun syngja nokkur lög undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur og við undirleik Jónasar. Aðgangur er ókeypis og er öllum boðið. Verið hjartanlega velkomin og njótið þessarar sumargjafar sem kirkjan býður til.