Eins og venja hefur verið eru guðsþjónustur yfir sumartímann kl. 20. Á sunnudaginn kemur, 22. júní, verður því kvöldguðsþjónusta kl. 20. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti Guðný Einarsdóttir og stjórnar hún einnig kór kirkjunnar sem leiðir söng. Leikmenn lesa lestra og bænir, mikil og falleg tónlist, stutt hugleiðing út frá guðspjalli dagsins sem er um fiskidrátt Péturs. Verið hjartanlega velkomin og njótið uppbyggingar í kirkjunni fyrir annir komandi daga.