Við fögnum við upphaf barnastarfs að hausti og höldum fjölskylduhátíð. Sunnudaginn 7.september verður fjölskyldumessa kl. 11.00. Sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs þjóna, en með þeim verður starfsfólk barnastarfsins og Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Í vetur er yfirskrift barnastarfsins; ,,Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera” (Matt 6.21)

Við fögnum við upphaf barnastarfs að hausti og höldum fjölskylduhátíð. Sunnudaginn 7.september verður fjölskyldumessa kl. 11.00. Sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs þjóna, en með þeim verður starfsfólk barnastarfsins og Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistina. Í vetur er yfirskrift barnastarfsins; ,,Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera” (Matt 6.21) og ætlum við að miðla þeim mikla fjársjóði sem kirkjan á. Í vetur ætla brúðusystkinin Mýsla og Músapési að vera með okkur ásamt öllum hinum kirkjubrúðunum. Öll börn fá fjársjóðsbók og límmiða fyrir mætingu.

Boðið er upp á kaffi eftir stundina

Verið öll velkomin