Sunnudaginn 5.október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Prestar eru sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs. Listasmiðjan Litróf, undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur verður með atriði. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Vegna 20 ára vígsluafmælis kirkjunnar hafa leikskólabörn sóknanna komið í heimsókn til okkar í vikunni og hlökkum við til að fá þau og fjölskyldur þeirra til guðsþjónustu á sunnudaginn.

Sunnudaginn 5.október verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Prestar eru sr. Svavar Stefánsson og sr. Þórhildur Ólafs. Listasmiðjan Litróf, undir stjórn Ragnhildar Ásgeirsdóttur verður með atriði. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Vegna 20 ára vígsluafmælis kirkjunnar hafa leikskólabörn sóknanna komið í heimsókn til okkar í vikunni og hlökkum við til að fá þau og fjölskyldur þeirra til guðsþjónustu á sunnudaginn. Börnin hafa unnið sjálfsmyndir sem verða til hendar verða upp til sýnis og æft lög fyrir fjölskylduguðsþjónustuna. Það verður því fjölbreytt dagskrá með afmælisbrag og miklum söng.

Eftir stundina verður boðið upp á kaffi, djús og kleinur

Verið velkomin