Tónlistarguðsþjónusta verður haldin sunnudaginn 12.okt. kl.11 í Fella- og Hólakirkju. Þýskur kór og kór kirkjunnar flytja fjölbreytta kirkjutónlist. Stjórnendur kóranna eru Ásdís Arnalds og Heinrich Langelan. Einnig mun Jóhann Stefánsson trompetleikari spila og Hilmar Örn Agnarsson organisti Fella- og Hólakirkju. Sr. Svavar Stefánsson prédikar.

.

Gestakórinn kemur frá smábænum Levern í Norð-austur Þýskalandi og ber nafnið Pantarhei. Alls eru 35 manns í kórnum en nú eru 17 þeirra stödd hér á landi. Kórinn hefur áður farið í söngferðalag til Íslands en kórinn var vinakór Skálholtskórsins og í gegnum þann vinskap kynntust kórmeðlimir Hilmari Erni organista. Kórinn mun dvelja hér á landi í nokkra daga og vera með í tónlistarguðsþjónustu Fella- og Hólakirkju. Verið innilega velkomin