Sunnudaginn 16.nóvember, sem er næst síðasti sunnudagur kirkjuársins, verður guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Gídeon félagar koma í heimsókn og kynna starfið.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma

Sunnudaginn 16.nóvember, sem er næst síðasti sunnudagur kirkjuársins, verður guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Gídeon félagar koma í heimsókn og kynna starfið. Tekið er við samskotum til starfsins. Kór Fella- og Hólakirkju, undir stjórn Ásdísar Arnalds, leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Við kíkjum í fjársjóðskistuna, heyrum Biblíusögu dagsins og öll börn fá límmiða í fjársjóðsbókina fyrir mætingu.

Verið öll velkomin