Fimmtudagskvöldið 11. desember kl 20 bjóðum við upp á létt tónlistarkvöld hér í kirkjunni. Föngulegur hópur tónlistarfólks, þau Hilmar Örn Agnarsson, Pétur Ben, Svavar Knútur, Myrra Rós, hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og Árstíðirnar auk sönghóps úr Söngskólanum í Reykjavík flytja okkur jólatónlist.

Boðið er upp á heitt súkkulaði og smákökur eftir stundina.

Verið öll velkomin