Sunnudaginn 8.febrúar ætlum við að taka þátt í barnastarfshátíð prófastsdæmisins sem haldin verður í Grafarvogskirkju. Sérstakur gestur verður Björgvin Franz Gíslason leikari.

Sunnudaginn 8.febrúar ætlum við að taka þátt í barnastarfshátíð prófastsdæmisins sem haldin verður í Grafarvogskirkju. Sérstakur gestur verður Björgvin Franz Gíslason leikari. Fjársjóðskistan verður á sínum stað og fjörugur söngur. Sunnudagaskólahátíðin sameinar allt það besta sem við þekkjum úr barnastarfi kirkjunnar.

Farið verður með rútu héðan frá Fella-og Hólakirkju kl.10.30 og aftur til baka eftir hátíðina.