Á æskulýðsdaginn ætlar kirkjan að bjóða upp á leiksýninguna Ég á mig sjálf í sviðssetningu Draumasmiðjunnar.

Ég á mig sjálf er spennandi forvarnarverk um átröskunarsjúkdóminn anorexíu.

Á æskulýðsdaginn ætlar kirkjan að bjóða upp á leiksýninguna Ég á mig sjálf í sviðssetningu Draumasmiðjunnar, en hefð er fyrir því að bjóða upp á dagskrá sem höfðar meira til fermingabarnanna og æskuýðsfélagsins að kvöldi æskulýðsdagsins.

Ég á mig sjálf er spennandi forvarnarverk um átröskunarsjúkdóminn anorexíu. Leikritið sýnir okkur samskipti mæðgna og er áhrifa mikið verk um þá blekkingu sem litar allt líf átröskunarsjúklinga þegar sjúkdómurinn hefur náð tökum á þeim og kvölina og ráðaleysið sem aðstandendur standa frammi fyrir.

Sýningin er ætluð unglingum og foreldrum þeirra og að sýningu lokinni stýra leikstjóri og leikkonurnar umræðum um efnið. Að sjálfsögðu er sýningin opin öllum áhugasömum um málefnið.

Sýningin er sunnudaginn 1.mars kl. 20.00

Eftir sýninguna er boðið upp á hressingu í safnaðarheimili kirkjunnar.