Fella- og Hólakirkja mun í sumar standa fyrir tónleikaröðinni Sumartónar í Elliðaárdal. Um er að ræða röð vandaðra tónleika sem haldnir verða á fimmtudagskvöldum kl. 20  í júlí 2009 og er þetta í fyrsta sinn sem slík tónleikaröð er haldin í kirkjunni. Margir erlendir gestir, aðallega frá Norðurlöndunum, munu koma fram á tónleikum raðarinnar.

Sjá nánar í kaflanum “Sumartónar í Elliðaárdal” hér til hægri og á síðunni: http://sumartonar.wordpress.com.