Kirkjunni okkar barst nýlega veglegar gjafir frá vinum og
velunnerum. Málverkaröð eftir listakonuna Steinunni Einarsdóttur frá Vestmannaeyjum prýðir nú safnaðarheimilið, en í röðinni eru fjórar myndir málaðar útfrá
sálminum „Eigi stjörnum ofar“ í þýðingu hr. Sigurbjörns Einarssonar.   

 

Fyrstu myndina gáfu sr. Svavar Stefánsson og frú Auður Kristinsdóttir í minningu Gunnars Haukssonar, vinar og fyrrverandi formanns Fellasóknar.
Aðra myndina gaf Auðunn Víðir Pétursson sem er virkur þátttakandi í kirkjustarfi eldri borgara til minningar um foreldra sína og sem þakklætisvott fyrir gott og vinalegt viðmót í kirkjunni.
Kvenfélagið Fjallkonurnar gaf þriðju myndina og kirkjustarf eldri borgara gaf þá fjórðu

Benedikta G. Waage, formaður sóknarnefndar Hólabrekkusóknar, tók við
gjöfinni og flutti þakkir og kveðju frá sóknarnefndum. Kirkjugestir eru
hvattir til að leggja leið sína í safnaðarheimilið næst þegar þeir koma í
kirkjuna og skoða þessi fallegu listaverk.