Viltu læra meira?
Emmaus-námskeið um trúna og tilveruna hefst 21. janúar 2010 í Fella- og Hólakirkju.  Námskeiðið verður annað  hvert á fimmtudagskvöld  kl. 19:30-21:00 og stendur í sex vikur.  

 Nafn námskeiðsins vísar til frásagnar í Lúkasi 24.13-32 þar sem Jesús upprisinn slæst í för með tveimur lærisveinum á leið til Emmaus. Hann skýrir fyrir þeim ritningarnar, en þeir þekkja hann ekki fyrr en þeir snæða saman og hann brýtur brauðið.
Lífi okkar má líkja við vegferð. Á Emmaus-námskeiðinu veltum við fyrir okkur á hvaða leið við erum í tilverunni, og hvort við kjósum að Jesús sláist í för með okkur á þeirri vegferð!
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.
Umsjón með námskeiðinu: 
sr Guðmundur Karl Ágústsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni.
Nánari upplýsingar veitir sr. Guðmundur Karl  8964853 og  í tölvupósti: gudkarl@gmail.com
Skráning: Nóg er að mæta fyrsta kvöldið, ekki þarf að skrá sig sérstaklega fyrir fram.
Þó getur fólk skráð sig í Fella- og Hólakirkju í síma  5573280 og 5575577