Emmaus námskeiðið hefst fimmtudagskvöldið 21.janúar kl.19:30-21:00. Emmaus námskeiðið er fyrir alla sem vilja dýpka trú sína á Guð, taka þátt í umræðum um innihald kristinnar trúar og um leið styrkjast í trúnni. Verið innilega velkomin. Umsjón með námskeiðinu hafa sr. Guðmundur Karl Ágústsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni.