Næsta sunnudag er síðasti sunnudagur eftir þrettándann.  Þá mun sr.  Guðmundur Karl Ágústsson prédika og velta fyrir sér Glímunni við Guð.

 Textinn er 1Mós 32:22-32
Jakob varð einn eftir, og maður nokkur glímdi við hann, uns dagsbrún rann upp.  Og er hann sá, að hann gat ekki fellt hann, laust hann á mjöðmina, svo að Jakob gekk úr augnakörlunum, er hann glímdi við hann. Þá mælti hinn: Slepptu mér, því að nú rennur upp dagsbrún. En hann svaraði: Ég sleppi þér ekki, nema þú blessir mig.  Þá sagði hann við hann: Hvað heitir þú? Hann svaraði: Jakob. Þá mælti hann: Eigi skalt þú lengur Jakob heita, heldur Ísrael, því að þú hefir glímt við Guð og menn og fengið sigur.

Hinn frábæri söngvari Þorvaldur Halldórsson syngur og leiðir almennan safnaðarsöng.

Sunnudagaskóli á sama tíma í  umsjá Þóreyjar D. Jónsdóttur og Þóru Sigurðardóttur.,,Búum til hval”. Skemmtileg og fjölbreytt dagskrá.

 Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jóhanna F Björnsdóttir.

 Verið innilega velkomin.