Í kvöld, 16. mars, verða föstutónleikar í Fella- og Hólakirkju kl. 20. Sönghópurinn Kordía syngur ásamt einsöngvurum. Stjórnandi kórsins er Guðný Einarsdóttir, kantor Fella- og Hólakirkju. Hún mun einnig leika á orgel kirkjunnar og Ástríður Alda Sigurðardóttir leikur á píanó.
 
Á fjölbreyttri og vandaðri efnisskrá tónleikanna verður:
Requiem eftir Gabríel Fauré,
Faðir vor… eftir Björn Önund Arnarsson,
Nýr sálmur eftir sr. Sigurbjörn Einarsson
auk verka eftir J.S. Bach.
 
Verið hjartanlega velkomin en aðgangur er ókeypis. Gaman er að bjóða vinum og fjölskyldum með sér og eiga uppbyggilega stund á föstunni.