Guðsþjónusta kl.11.Prestur sr. Svavar Stefánsson. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur kantors. Meðhjálpari og kirkjuvörður er Jóhanna F.Björnsdóttir.
Umræðuefni dagsins er tengt 1. maí, baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins og hagsmunir launþega og réttlætismál á vinnumarkaði tengd guðspjalli dagsins.

Þau eru uppörvunarorð Jesú til lærisveinanna. Sunnudagurinn 2. maí, sem er 4. sunnudagur eftir páska, er nefndur cantate sem þýða má sem lofsöngur. Í öllum atvikum lífsins, meðlæti sem mótlæti, ættum við að lofsyngja Guði fyrir Jesú Krist, sem með okkur gengur lífsins göngu, hvort sem á brattan er að sækja eða undan brekku er fetað.