Nú á sunnudaginn er hvítasunnudagur, þriðja hátíð kirkjuársins. Hátíðarmessa verður í kirkjunni kl. 11. Prestur sr. Svavar Stefánsson, organisti Guðný Einarsdóttir sem stjórnar söng kirkjukórsins. Í messunni verður ein stúlka fermd. Verið öll hjartanlega velkomin.