Fyrsta göngumessan sumarsins af þremur í samstarfsverkefni kirknanna í Breiðholti.
Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju kl.10 í Breiðholtskirkju þar sem guðsþjónusta fer fram á vegum Breiðholtssafnaðar. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson prestar Fella- og Hólakirkju munu fylgja hópnum frá Fella- og Hólakirkju.
Þeir sem treysta sér ekki til að ganga koma beint til messu kl.11.00
Verið innilega velkomin.