Sunnudaginn 6. júní mun Tomaskören frá Svíþjóð vera með tónleika í Fella- og Hólakirkju. Þau ætla að flytja messu eftir Alf Hambe og Hans Kennemark sem byggð er á sænskri þjóðlagatónlist. Með kórnum koma fram ýmsir hljóðfæraleikarar sem leika á gítara, flautur, fiðlur og kontrabassa.
Án efa skemmtilegir tónleikar á ferðinni sem þið eruð hvött til að mæta á!
Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er aðgangur ókeypis.