Þriðja göngumessa í samstarfi kirknanna í Breiðholti verður næsta sunnudag. Gengið verður frá Seljakirkju klukkan 19 að Fella- og Hólakirkju þar sem guðsþjónusta hefst þar kl.20.

Sr. Guðmundur Karl Ágústsson prédikar en sr. Svavar Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista en einnig mun Svafa Þórhallsdóttir sópran syngja einsöng. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jóhanna F.Björnsdóttir. Boðið verður upp á kaffi eftir stundina í safnaðarheimili kirkjunnar. Verið innilega velkomin