Miðvikudaginn 7. júlí er komið að þriðju og næstsíðustu tónleikunum í röðinni Sumartónar í Elliðaárdal hér í kirkjunni. Þær stöllur, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir organisti og Eydís Franzdóttir óbóleikari munu flytja fjölbreytta tónlist eftir ýmsa höfunda. Báðar hafa þær látið að sér kveða við tónleikahald landsins og má því sannarlega eiga von á góðu!
Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Allir velkomnir!
Smellið hér til að fá nánari upplýsingar um tónleikana.