Fyrsta fjölskylduguðsþjónusta vetrarins verður næsta sunnudag kl.11. Prestar sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson.
Starfsfólk sunnudagaskólans verður kynnt. Hugleiðingu annast Þórey Dögg Jónsdóttir. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni og Guðný Einarsdóttir organisti leiða almennan söng og annast undirleik. Mikill söngur og fjör. Fjölskyldur eru hvattar til að mæta. Boðið verður upp á kaffi og djús eftir stundina. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Jóhanna Freyja Björnsdóttir.Verið innilega velkomin í Fella- og Hólakirkju.