Mánudaginn 13. september munu Krílasálmar – tónlistarnámskeið fyrir börn á fyrsta ári og foreldra þeirra, hefja göngu sína að nýju í Fella- og Hólakirkju. Kennt verður á mánudagsmorgnum frá 10:30 – 11:30 í sex skipti og kostar námskeiðið 3.000 kr. Kennarar eru þær Guðný Einarsdóttir organisti og Diljá Sigursveinsdóttir tónlistarkennari. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að börnin njóti sín, við syngjum, dönsum og vöggum þeim og á þann hátt fá þau upplifun af tónlistinni. Það krefst engrar sérkunnáttu að taka þátt, fyrir barnið þitt er þín rödd það fallegasta í öllum heiminum! Allar nánari upplýsingar, myndir frá fyrri námskeiðum o.fl. má finna með því að smella hér.