Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Fella- og Hólakirkju og söfnuði hennar í þessari viku. Biskup mun kynna sér starfið í kirkjunni, skoða aðstæður og eiga samtöl við presta, djákna og aðra sem koma að starfi kirkjunnar.
Heimsókn biskups lýkur með hátíðarmessu nk sunnudag, og er öllum sóknarbörnum hvatt til að sækja messu við það tækifæri og sýna þannig kirkju sinni og biskupi virðingu og væntumþykkju. 

DAGSKRÁ:

Mánudagur: Biskup heimsækir krílasálmanámskeiðið
Þriðjudagur: Biskup kemur í kyrrðarstund og samveru með öldruðum
Miðvikudagur: Biskup á samtöl við vígða starfsmenn kirkjunnar
Fimmtudagur: Biskup heimsækir starfið í Gerðubergi
Sunnudagur:
Hátíðarmessa kl. 11.00
Biskup á fund með sóknarnefndum og starfsfólki kirkjunnar