Í tilefni af Breiðholtsdögum mun Fella- og Hólakirkja bjóða upp á fjölbreytta dagskrá.
Þriðjudaginn 16.nóvember kl.12. Kyrrðarstund í Fella- og Hólakirkju
Í kyrrðarstund er gott að koma til að hvíla hugann, hlusta á fallega tónlist og íhuga Guðs orð. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni leiðir stundina. Eftir kyrrðarstundina er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði í safnaðarheimili kirkjunnar. Verið velkomin.
Þriðjudaginn 16.nóvember kl.13-16 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju, Kirkjustarf eldri borgara
Ólafur Gränz sér um efnið að þessu sinni. Boðið er upp á kaffi og meðlæti. Fólki gefst tækifæri til að spila og spjalla saman. Síðan er endað með helgistund í kirkjunni. Umsjón og ábyrgð Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Allir innilega velkomnir.
Miðvikudaginn 17.nóvember kl.17 í Fella – og Hólakirkju Listasmiðjan Litróf býður upp á létta söngsveiflu með ABBA lögum.
Listasmiðjan Litróf er hluti af innflytjendastarfi Fella –og Hólakirkju. Starfið er fyrir börn frá 9 ára aldri. Verkefni Litrófsins hafa verið fjölbreytt, meðal annars var gefinn út jólageisladiskur með frumsömdum jólalögum fyrir síðustu jól. Miðvikudaginn 17.nóvember kl.16 er opin æfing þar sem fólki gefst tækifæri til að kynnast starfi Litrófsins. Umsjón Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Guðný Einarsdóttir undirleikari. Verið innilega velkomin.
Fimmtudaginn 18.nóvember kl.10. Foreldramorgun í safnaðarheimili kirkjunnar. Aðventuskreytingar.
Alla fimmtudaga hittist hópur foreldra með litlu börnin sín í safnaðarheimili kirkjunnar. Umsjón og ábyrgð Jóhanna Freyja Björnsdóttir og Kristín Ingólfsdóttir.
Fimmtudaginn 18.nóvember kl.10:30 Helgistund í Gerðubergi. Sr. Svavar Stefánsson leiðir stundina.
Laugardaginn 20.nóvember kl.13 Söngur í Mjódd. Listasmiðjan Litróf syngur.