Kirkjustarf eldri borgara er alla þriðjudaga. Kyrrðarstund er klukkan 12, Guðný Einarsdóttir organisti leikur á orgel og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni flytur stutta hugvekju. Að kyrrðarstund lokinni er boðið upp á súpu og brauð á vægu verði í safnaðarheimili kirkjunnar. Kl.13 hefst skipulögð dagskrá, fyrirlestrar, tónlist, fræðsla eða létt erindi. Í kirkjustarfinu kemur fólk saman til að eiga gott samfélag saman, einhverjir taka í spil og aðrir taka upp handavinnu og/ eða spjalla. Boðið er upp á kaffi og meðlæti og síðan er endað með helgistund í kirkjunni þar sem fólki gefst tækifæri til að leggja fram sín bænarefni. Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni ber ábyrgð á starfinu en auk hennar taka Kristín Ingólfsdóttir og Jóhanna Freyja Björnsdóttir þátt í starfinu. Verið innilega velkomin að taka þátt í kirkjustarfinu, þar er fjör, innihaldsríkt og gott samfélag.