Snemma á fimmtudagsmorgun mun Kór Fella- og Hólakirkju leggja af stað í tónleikaferð til Kaupmannahafnar. Kórinn syngur tónleika í Skt. Pauls kirkju sem íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn hefur haft afnot af.

Efnisskráin verður mjög fjölbreytt og skemmtileg. Flutt verður hluti úr verki eftir Bob Chilcott sem er núlifandi tónskáld. Verkið er samið við texta úr dæmisögum Esóps og eru sögunum gerð góð skil í litríku tónmáli verksins. Einnig munu einsöngvarar úr kórnum flytja íslensk sönglög og ítalskar óperuaríur.
Kórinn mun jafnframt flytja hluta af efnisskrá minningartónleikanna um sr. Sigurbjörn Einarsson og frú Magneu Þorkelsdóttur sem fóru fram þann 1. mars sl.
Undirleikari kórsins á píanó verður Eva Þyri Hilmarsdóttir.

Tónleikar kórsins í Skt. Pauls kirkju verða föstudaginn 20. maí kl. 17 og er aðgangur ókeypis.