Kvöldguðsþjónusta verður í kirkjunni n.k. sunnudagskvöld, 26. júní kl. 20. Prestur sr. Svavar Stefánsson. Organisti og söngstjóri Guðný Einarsdóttir. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng.

Sunnudagurinn 26. júní er 1. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Guðspjall dagsins er úr Lúkasar-guðspjalli 12. kafla versin 13-21. Hugleiðingarefni dagsins er auðsöfnun og misskipting lífsins gæða. Veitir auðlegð og sóun sálarheill, eða eru önnur verðmæti lífsins sem veita okkur lífsfyllingu og hamingju?

Verið velkomin til guðsþjónustunnar og þiggið hressingu á eftir í góðum félagsskap.