Kór Fella- og Hólakirkju er meðal þeirra kóra sem syngja á Menningarnótt, laugardaginn 20. ágúst, í Hallgrímskirkju en þar fer fram sex klukkutíma samfelld tónlistardagskrá þar sem fram koma kórar, einsöngvarar og organistar. Fimm nýir sálmar verða frumfluttir og mun kórinn taka að sér að kenna söfnuðinum einn þessara sálma og jafnframt flytja eigin dagskrá. Dagskráin hefst kl. 15 en Kór Fella- og Hólakirkju kemur fram kl. 18.
Dagskráin í Hallgrímskirkju:
15.00 Sálmur 2011 – Fimm nýir sálmar frumfluttir
Mótettukór Hallgrímskirkju, Magnús Þór Sigmundsson og Ragnheiður Gröndal frumflytja fimm nýja íslenska sálma. Stjórnandi er Arngerður María Árnadóttir.

15.40 Örn Magnússon leikur verk eftir César Franck og Walther á Klais-orgelið

16.00 Sálmur 2011 – Allir syngja með. Nýir og eldri sálmar kenndir og sungnir

16.15 Sönghópurinn Hljómeyki syngur undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar

16.40 Steingrímur Þórhallsson og Magnús Ragnarsson leika á orgel

17.00 Sálmur 2011 – Allir syngja með. Nýir og eldri sálmar kenndir og sungnir

17.15 Kór Neskirkju flytur íslensk kórverk undir stjórn Steingríms Þórhallssonar

17.40 Magnús Ragnarsson organisti og Þórunn Elín Pétursdóttir sópran flytja verk eftir Théodore Dubois, Camille Saint-Saëns, Francis Poulenc og Charles Gounod

18.00 Sálmur 2011 – Allir syngja með. Nýir og eldri sálmar kenndir og sungnir

18.15 Kór Fella og Hólakirkju flytur m.a. nokkra af sálmum dr. Sigurbjörns Einarssonar við íslensk og erlend lög. Stjórnandi er Guðný Einarsdóttir

18.40 Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgel, verk eftir Mons Leidvin Takle,
Johannes Michel, Matthias Nagel og Noel Rawsthorne

19.00 Sálmur 2011 – Allir syngja með. Nýir og eldri sálmar kenndir og sungnir

19.15 Kór Lágafellskirkju og danski kórinn Bakkens kor syngja kirkjuleg verk frá ýmsum löndum. Stjórnendur eru Arnhildur Valgarðsdóttir og Morten Praëm

19.40 Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel

20.00 Sálmur 2011 – Allir syngja með. Nýir og eldri sálmar kenndir og sungnir

20.15 Kór Dómkirkjunnar syngur undir stjórn Kára Þormars, verk eftir m.a. Báru Grímsdóttur, Þorkel Sigurbjörnsson og Martein H. Friðriksson

20.40 Kári Þormar organisti leikur verk eftir Naji Hakim, Marcello, Vierne og Widor

21.00 Helgistund og dagskrárlok. Umsjón sr. Birgir Ásgeirsson