Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir unglingsstúlkur hefst miðvikudaginn 3.okt. kl. 18:00 í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju við Hólaberg  í Efra –Breiðholti. 

Markmið námskeiðisins er að byggja upp sjálfstraust unglingsstúlkna, sjálfsþekkingu og samskiptahæfni. Að hver og ein stúlka læri að finna sinn eigin sjálfsstyrk, öðlist sjálfsvirðingu, geti staðið þeim ákvörðunum sem hún tekur og styrkt þannig eigin tilfinningaþroska. Að hver og ein stúlka öðlist ákveðið kæruleysi gagnvart gagnrýni eða móðgandi athugasemdum og læri að verja sig fyrir niðurrifi og niðurbrotum. Að hvetja til vellíðunar með sjálfan sig, sátt við eigið sjálf og frelsis hið innra.

Skráning er hafin í síma 557-3280.

Kennari á námskeiðinu er Ragnhildur Ásgeirsdóttir, djákni, sem hefur áratuga reynslu,menntun og þekkingu á starfi meðal barna og unglinga.

Námskeiðið er ókeypis, en greiða þarf fyrir ferðalag sem hópurinn fer í .

Verið innilega velkomnar![/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]