Á þessu ári eru 20 ár frá því að hið hljómfagra orgel Fella- og Hólakirkju var vígt. Orgelið var smíðað af orgelsmiðjunni Marcussen í Danmörku og intónerað af Albrecht Buchholtz sem lagði mikla vinnu í að láta allar pípur orgelsins hljóma sem allra best. Gekk hann meira að segja svo langt að vilja búa á kirkjuloftinu á meðan hann lauk verkinu því hann vildi hafa sem mestan frið þegar hann vann þetta vandasama verk.

Laugardaginn 20. október nk. kl. 17 verða haldnir afmælistónleikar í tilefni af þessum merku tímamótum. Þær Lenka Matéóva og Guðný Einarsdóttir munu leika ýmis orgelverk, m.a. fjórhent og ferfætt! Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir í afmælisorgeltónlistarveislu!

Hér má sjá myndasýningu frá árunum 1991 – 1992 frá byggingu, uppsetningu og vígsludegi orgelsins.