Á sunnudaginn þann 20. janúar kl. 12:10, eða strax eftir að guðsþjónustu lýkur, mun Guðný Einarsdóttir organisti halda stutta tónleika á orgel kirkjunnar. Guðný mun á tónleikunum flytja Sónötu í A-dúr eftir Felix Mendelsohn og verður verkið kynnt í upphafi. Tónleikarnir eru aðeins um 20 mínútur að lengd og er aðgangur ókeypis. Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa örstuttu orgeltónleika!